Nýjustu sjálfskiptingarnar og hálf-sjálfskiptingarnar verða sífellt algengari í ökutækjum. Þær tryggja að vélin gengur ávallt á hagkvæmastan hátt. Sjálfskiptingar hafa þó orðið flóknari með því að gírum hefur fjölgað frá 5 til 9 og einnig með nýjum gírstillingum svo sem Comfort, Sport og Winter. Það veldur því að auknar kröfur eru gerðar um meiri afköst. Þetta sést einnig á hinum gríðarlegu kröfum varðandi varma og vélvirkni sem gerðar eru til gírolíu. Afleiðingin er meira slit og þar af leiðandi er þörf á auknu viðhaldi.