HaynesPro viðgerðarkerfið er leiðandi viðgerðar- og greiningarkerfi sem er þægilegt í notkun og hefur verið fullkomnað með margra ára þróun.
HaynesPro má nota til að:
Að bera kennsl á ökutæki er mikilvægt fyrsta skref til að finna viðeigandi hluti eða upplýsingar, að finna VIN númer bifreiða getur verið tímafrekt en HaynesPro viðgerðarkerfið býður upp á þægilegar leitarvélar fyrir ökutæki sem sýnir nákvæma staðsetningu VIN númersins.
HaynesPro viðgerðarkerfið er búið VIN afkóðunartækni sem sýnir nákvæmlega þann staðalbúnað og aukabúnað sem bifreiðin inniheldur þegar búið er að fletta upp VIN númerinu.
HaynesPro viðgerðarkerfið býður upp á skýrar og gagnlegar handbækur sem snúa að öllu sem við kemur viðgerðum og viðhaldi bifreiða og framkallar fullbúnar viðhaldsáætlanir. Viðhaldsáætlanir HaynesPro innihalda ítarlegar verklýsingar og leiðbeiningar sem sýna skref fyrir skref hvernig skuli bera sig að við viðgerðir.
Kerfið inniheldur einnig tengingar í tæknilegar teikningar af hlutum sem sýna staðsetningu þeirra og hvernig skuli bera sig að við að fjarlægja hlutinn og skipta þeim út.
HaynesPro er einnig búið þeim eiginleika að birta ýmsar viðbótarupplýsingar um viðhald og eftirfylgni sem gæti verið nauðsynlegt.
Nánari upplýsingar má finna í kynningarmyndböndum hér að neðan.
1 HaynesPro leyfi inniheldur 4 notendur.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | Nei |
Selfoss | Nei |