Fix-Clear fyllir upp í hinar örsmáu ójöfnur sem eru í gleri og myndar eggslétta ósýnilega vörn, sem hrindir frá sér regni, slyddu og snjó við snertingu. Það breytir rigningu og snjó í agnarsmáa dropa sem hverfa af rúðunni við akstur.
Fix-Clear minnkar viðloðun á salti, snjó, óhreinindum og skordýrum og myndun hríms og hélu, sem gerir þrif á rúðunni léttari.
Ef efnið berst á lakkaða fleti, þrífið strax af með vatni.