Til langtíma varðveislu tví- og fjórgengis, bensín- eða díselvéla í bátum og skipum.
Efnið er sett í vélina í gegnum blöndung eða kerta-, spíssa eða glóðarkertagöt.
Á tvígengisvél skal fjarlægja loftsíu, og úða efninu inn um blöndunginn í 10-20 sekúndur á meðan vélin gengur lausagang. Drepið loks á mótor og fjarlægið kerti. Úðið þá efninu inn í cylinder í 5-10 sek, handsnúið svo vélinni.
Á fjórgengisvél skal fjarlægja kerti- spíssa eða glóðarkerti og úða inn í cylinder í 5-10 sek. Handsnúið svo vélinni eða snúið með startara (án eldsneytis). Setjið kerti, spíssa eða glóðarkerti svo aftur í vélina.
Efnið þarf ekki að fjarlægja áður en vélin er ræst aftur eftir geymslu.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | Nei |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |