Koparúði 250ml

- Vörunúmer: LM2864

2.995 kr


Koparúði

Koparlitaður smurúði og festuleysir, fyrir vélhluta sem verða fyrir miklu álagi vegna hita. Hentar sérlega vel við upptekt vélbúnaðar eftir langa notkun. Sérstaklega þróað til hljóðdeyfingar og viðgerða á öllum bremsukerfum (t.d. diska- og skálabremsum). Tæringarvörn og smurning á íhlutum (eins og lömum, festingum og skrúfum). Hindrar samsuðu og festur flata, sem eru undir miklu varmaálagi vegna bruna og núningsslits (til dæmis pústkerfi, varmaskiptar, katlar, hverflar og ýmsar festingar).

  • Mikið hitaþol
  • Mjög góð viðloðun, slettist ekki
  • Gott þol gegn vatnsálagi, heitu og söltu
  • Leiðir ekki titring
  • Tæringarvörn til langs tíma
  • Mikið þrýstiþol
  • Smyr og losar
  • Hindrar samsuðu og festur
  • Kemur í veg fyrir bremsuískur
  • Hentar til fjölbreytilegra nota

Bremsur: Hreinsið alla fleti sem meðhöndla skal, svo sem bök í bremsuskóm, samsetningarfleti og bolta. Úðið hæfilegu magni af Koparúða á yfirborð.

Viðgerðir og fyrirbyggjandi viðhald: Hreinsið alla fleti sem meðhöndla skal og notið hæfilegt magn Koparúða samkvæmt viðhaldsleiðbeiningum.

Meðhöndlun úðabrúsa: Fyrir notkun skal hrista brúsann kröftuglega þar til allar blöndunarkúlurnar hreyfast frjálst. Eftir notkun skal hreinsa úðaspíss með því að halda brúsanum á hvolfi og úða skamma stund.

Magn: 250ml

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager) Nei
Bíldshöfði 10 Nei
Akureyri
Hafnarfjörður Nei
Selfoss

Tæknilýsing

Litur
Koparlitur
Innihaldsefni
Blanda fjölliða, jarðolíuefna og málmlitarefna
Málmlitarefni
Kopar
Drifefni
DME (dímetýleter)
Vinnuhitastig
-30°C til +1100 °C
Stilling hf.