Lekaprófunarúði 400ml

- Vörunúmer: LM3350

2.995 kr


Lekaprófunarúði

Leak Finder Spray er lekaprófunarvökvi fyrir þjappað loft, súrefniskerfi og jarðgasvélar (metanvélar). Vökvanum er úðað á yfirborð sem síðan gefur til kynna hvar lekinn er með loftbólumyndun.

Eiginleikar: Vatnsleysanlegt efni sem brotnar niður í náttúrunni og inniheldur umhverfisvæn drifefni. Þéttleiki froðunnar tryggir áreiðanlegt og notadrjúgt efni.

Uppfyllir eftirfarandi flokkanir og skilgreiningar: DVGW*-tested, DIN DVGW Reg. no: 84.01 e 557 *German Association of Gas and Water Technicians.

Notagildi:

  • Við lekaleit og viðgerðir á hjólborðum.
  • Viðhald vélknúinna ökutækja: Viðgerðir á þrýstiloftsbremsum í rútum og vöruflutningabifreiðum, suðutækjum.
  • Iðnaður: Prófun og viðhaldsvinna á þjappað loft og gasleiðslur, þar með talið súrefni.
  • Læknisfræði: Prófun á OP tengihlutum í svæfingarbúnaði og endurlífgunarbúnaði.
  • Heimilishald og íþróttir: Gasleiðslur fyrir heimili og sveitarfélög, köfunarbúnaður og útilegubúnaður.

Notkun: Úðið viðeigandi magni af Leak Finder Spray á hlutina sem á að lekaprófa.

Stilling hf.