Lekaleitir í inntakskerfi véla

- Vörunúmer: LM3351

5.995 kr


Lekaleitir í inntakskerfi véla

Hlutverk eldsneytisblöndunarkerfisins er, hvort sem um er að ræða blöndung eða bensíninnsprautun, að skammta það magn eldsneytis í inntaksloftið sem nauðsynlegt er til að fá viðeigandi eldsneytisloftblöndu sem þarf fyrir allt vinnusvið vélarinnar.

Magn eldsneytis (E) sem skammtað er í inntaksloftið (L) ákvarðast af hvarfhlutfallslegu loft eða blönduhlutfalli (u.þ.b. 14,8: 1).

Blönduhlutfallið sem nefnist lambda í ökutækjafræðum er L/E hlutfallið = 1 fyrir hvarfhlutfallslegt gildi. L/E hlutfallið < 1 gefur til kynna skort á lofti þ.e.a.s. eldsneytisloftblandan er sterk. L/E hlutfallið > 1 gefur til kynna umframloft þ.e.a.s. eldsneytisloftblandan er veik.

Leki í loftinntakskerfinu leiðir til óviðunandi afkasta og gangs vélarinnar svo sem:

  • Vélin er erfið í gang heit
  • Vélin gengur ójafn heit
  • Gildi CO í lausagangi vélarinnar er of hátt eða of lágt
  • Gildi HC er of hátt
  • Inntaksblandan er léleg (vélin hikstar við átak)
  • Ekki hægt að stilla lausagangshraða, snúningshraði vélarinnar of hár
  • Vélin fer í gang en stöðvast strax aftur

Leki kann að verða á eftirtöldum stöðum:

  • Barki á milli loftflæðiskynjara og spjaldhúss- þétting á sæti kaldræsiloka
  • Allar slöngur við spjaldhús og hjáleiðslu fyrir lausagang í spjaldhúsi
  • Þéttihringir á eldsneytisspíssum
  • Þar sem soggrein tengist strokklokinu
  • Í pakkningu á milli blöndungs og soggreinar
  • Inngjafarspjaldskerfinu
  • Slangan á milli hemlaaflstrokksins og soggreinarinnar

Leitin að loftleka í inntaksloftkerfinu er tímafrek og kostnaðarsöm. Hingað til hefur þetta verið gert með óviðunandi aðferðum bæði fyrir vélar og umhverfið og án tæknilegra öryggisráðstafana.

Með notkun Leak Finder má finna lekann fljótt og á ódýran hátt jafnframt því sem farið er eftir öryggisreglum og án skaðlegra áhrifa á vélar eða umhverfið.

Notkun: Úðið Leak Finder á íhluti loftinntakskerfisins. Efnið mun sogast inn í vélina þar sem lekinn er vegna undirþrýsting og brenna ásamt eldsneytisloftblöndunni í brunaholinu.

Snúningshraði vélarinnar mun falla og lekinn í loftinntakskerfisins er fundinn.

Með afgasgreininn tengdann munu mengandi efnin HC og CO aukast snögglega (tífalt yfir eðlilegt gildi) þegar snúningshraðinn fellur.

Leka í loftinntakskerfisins má þannig finna og staðsetja vegna lækkunar snúningshraða vélarinnar og breytingu á HC og CO mengun í útblæstrinum.

Leak Finder hefur ekki skaðleg áhrif á virkni hvarfakútsins, lambda skynjarans eða umhverfið.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10 Nei
Akureyri
Hafnarfjörður Nei
Selfoss
Stilling hf.