Lýsing: Hreinsir fyrir loftflæðiskynjara er sérstaklega virkur leysir til að hreinsa hratt og örugglega viðkvæma íhluti í loftflæðikerfum bifreiða. Hreinsirinn gufar hratt upp án þess að skilja eftir efnaleifar.
Óhreinindi í loftflæðikerfi bifreiða leiða til verri loftflæðimælinga og þar með síðri eldsneytisblöndu, sem kemur niður á virkni vélarinnar þannig að eldsneytisnýtingin verður verri sem og gangurinn, einkum í hægagangi og í ræsingu.
Óhreinindi á skynjurum geta einnig valdið vandræðum við gírskiptingar í sjálfskiptum bílum. Með því að nota Hreinsi fyrir loftflæðiskynjara er hægt að koma í veg fyrir mörg slík vandamál og forðast að endurnýja þurfi dýra skynjara.
Notkun: Loftflæðiskynjarinn er aftengdur og hreinsinum er úðað á alla íhluti hans. Óhreinindin þurfa að fá að leka af. Ekki má snerta viðkvæmu íhlutina í skynjaranum. Leysirinn þarf að gufa alveg upp áður en skynjarinn er settur aftur í vélina. Mælt er með notkun hreinsisins í hvert sinn sem skipt er um loftsíu eða þegar vandamál koma upp.
ATH: Sum plastefni geta verið viðkvæm fyrir hreinsinum.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |