Seigju Plús er nýþróað mjög virkt bætiefni á vélar sem kemur fyrst og fremst í veg fyrir breytingar á seigju smurolíu. Seigju Plús gefur frábæra vörn gegn niðurbroti og varanlega minnkaðri seigju smurolíu við mikið álag og vegna tíðra kaldræsinga. Það tryggir bestu mögulega eiginleika smurfilmunnar við öll skilyrði og dregur úr vélarsliti. Seigju Plús minnkar smurolíubrennslu og hljóð frá vökvaundirlyftum og nær fram betri gangi í eldri vélum. Það eykur ekki seigju kaldrar smurolíu og tryggir þannig örugga ræsingu við lágt hitastig.
Eiginleikar:
Ætlað fyrir allar bensín- og díselvélar í bifreiðum, öðrum farartækjum, vinnuvélum og landbúnaðartækjum.
Innihald nægir fyrir allt að 20 lítra af vélasmurolíu. Eftir að því hefur verið bætt í olíuna, látið vél ganga þar til hún hefur hitnað. Seigju Plús má nota hvenær sem er. Gætið þess að yfirfylla ekki, látið hæfilegt olíumagn fyrst renna af vélinni, sé þess þörf.
Athugið: Hentar ekki fyrir farartæki með votum kúplingum!
ProLine línan frá Liqui Moly er einungis ætlað til notkunar á verkstæðum af þeim sem hafa þekkingu á efninu.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | Nei |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | Nei |
Selfoss |