Rust Protection Wax er húðunarefni sem inniheldur leysiefni, það er notað sem tæringarvörn og er byggt á vaxi, esterum, kvoðu, leysiefnum og sérstökum varnarefnum.
Rust Protection Wax smýgur vel inn í holrými sem þarf að verja (svo sem suðusamskeyti). Þurr himnan hefur góða viðloðun og tæringarvarnareiginleika og lekur ekki auðveldlega út úr samskeytunum.
Rust Protection Wax er þess vegna aðallega notað sem varðveislu miðill og til varnaraðgerða við viðgerðir og eftirmeðferð ökutækja, byggingatækja og í landbúnaði.
Eiginleikar:
Notkunarsvið: Rust Protection Wax er mikið notað á gólf ökutækja en sérstaklega til eftirmeðferðar á margskonar varnarhúð eins og þeim sem byggja á PVC, PVC/vax, biki/gúmmí og gúmmí/kvoða.
Rust Protection Wax má einnig nota á fjöðrunarhluti svo sem drifása, hjólafjöðrun og gorma. Meðferð með Rust Protection Wax veitir þessum hlutum bestu vernd gegn tæringu.
Leiðbeiningar: Yfirborð sem á að þekja með Rust Protection Wax verður að vera tandurhreint áður. Yfirborðið verður að vera þurrt og hreint og laust við fitu og algjörlega rykfrítt.
Rust Protection Wax má setja á með USB úðunarbyssu, vörunr. 6219 eða þrýstiknúinni úðunarbyssu, vörunr. 6220 með vinnuþrýstinginn 3 bar. Hristið dósina rækilega fyrir notkun. Rust Protection Wax má setja á lóðréttan flöt í einni umferð. Óhætt er að hefja akstur ökutækisins eftir u.þ.b. 2 – 3 kl.st. og fer það eftir veðri og þykkt húðarinna. Endanleg þornun tekur u.þ.b. 12 – 14 kl.st.
ATH: Ekki úða Rust Protection Wax á vélræn liðamót, útblástursrör, hvarfakúta eða hemlakerfi. Stífluð úðunarbyssa getur valdið því að dósin springur.
Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum um notkun úðunarbyssunnar.
Að notkun lokinni skal hreinsa úðunarbyssuna með viðeigandi hreinsiefni.
Magn: 500ml
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | Nei |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | Nei |
Hafnarfjörður | Nei |
Selfoss |