LIQUIfast 1502 er einþátta lím til notkunar við ísetningar bílrúða. Efnið er notað við herbergishita og harðnar af völdum loftraka. LIQUIfast 1502 hefur farið í gegnum árekstrapróf TÜV. Límið harðnar afar hratt og hefur mikinn stífleika. Aka má farartækjum, þar sem rúður hafa verið límdar með LIQUIfast 1502, eftir 1 klukkustund (loftpúðar séu bæði ökumanns- og farþegarmegin), miðað við venjuleg prófunarskilyrði. Hátt viðnám LIQUIfast 1502 gegn snúningsátaki eykur akstursöryggi og þægindi.
Mælt er sérstaklega með þessari gerð líms, ef í rúðum eru hitarar eða loftnet.
Eiginleikar:
Notagildi: Líming á fram-, hliðar- og afturrúðum farartækja, (fólksflutningsbíla, þungaflutningstækja, traktora og lyftara, og annarra sérhæfðra farartækja). Líming á einföldum og tvöföldum hliðarrúðum í stærri fólksflutningabíla.
Samþykkt til notkunar í eftirfarandi gerðir bíla :
Notkun:
Hreinsiefni: Allir límfletir verða að vera lausir við óhreinindi, ryk, olíu og fitu. Gler og keramikprent verður að hreinsa með LIQUIclean eða hreinsiefni og þynni, Vörunr. 6130, og síðan með glerhreinsikvoðu, Vörunr. 1512. Límflöt á (nýlökkuðu) boddíi þarf einnig að hreinsa á sama hátt. Við mælum einnig með að hreinsa eldri límleifar með LIQUIclean eða hreinsiefni og þynni. Límfletir verða að þorna fullkomlega áður en lím eða glergrunnur eru borin á.
Grunnun/virkjun á húðuðum rúðum: Nauðsynlegt er að nota Viðloðunargrunn þegar líma skal rúður. Hann er fylgir í rúðuviðgerðarsetti sem 10 ml glas. Hristið glasið í a.m.k. 45 sek. fyrir notkun. Viðloðunargrunninn skal bera á allan hreinsaðan límflötinn á gleri, keramikprenti, (ný)lökkuðu yfirborði, eldri límleifum, svo og húðuðu gleri (PUR eða RIM húðun).
Berið Viðloðunargrunninn jafnt og sparlega á fletina (votfilmuþykkt ætti að vera um 0,05 mm).
Grunnaðir fletir verða að þorna í um 15 mín. áður en glerlímið er borið á. Hafi eldri límleifar verið skornar af fyrir meira en 6 klst, er formeðferð með Viðloðunargrunni nauðsynleg.
Tæknilýsingu er að finna í vörulýsingar skjali hér að neðan
Magn 310ml
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | Nei |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |