Þetta er 1-þátta deigkennt lím/þéttiefni á polyurethane grunni sem krosstengist (þornar) með raka úr andrúmsloftinu og myndar þá gúmmíkennt sveigjanlegt efni.
Tími til myndunar himnu og þornun ráðast hvorutveggja af raka í andrúmsloftinu og hitastigi en þornunartíminn ræðst einnig af þykkt efnisins. Tímann má stytta með því að hækka hitann og auka loftrakann. Lágur hiti og raki hafa tefjandi áhrif.
Eiginleikar:
Notkunarsvið: LIQUImate 8100 1C PUR er notað til sveigjanlegrar þéttingar/límingar og sérstaklega til að þétta samsetningar og þröng bil í samsetningum á eftirfarandi:
Til notkunar innan- sem utanhúss.
Athugasemd vegna við vinnu með límþéttiefni: Yfirleitt er efnið tilbúið til málunar eftir þann tíma sem tekur himnu að myndast. Ekki skal vinna með efnið við lægra hitastig en 10 °C. Við hitastig á milli 10 °C og 15 °C tekur þurrkun u.þ.b. 2 - 3 klst. Æskilegasta vinnsluhitastig er á milli 15 °C og 25 °C.
Til öryggis skal athuga að himna hafi myndast fyrir yfirborðsmeðferð! Þar sem þéttiefnið er ekki fullkomlega þurrt eftir að himna hefur myndast skal hafa ökutækið innandyra þar sem hiti er yfir 15 °C í a.m.k. 24 kl.st eftir meðferð ef hitastig úti er lægra en 10 °C.
Leiðbeiningar: Allar samsetningar að utan skal mála. Meðan límið/þéttiefnið er að þorna skal skorða það af með límbandi eða spelkum. LIQUImate 8100 1C PUR hefur þá frábæru kosti að það bæði þéttir og bindur efni saman. LIQUImate 8100 1C PUR er ekki eða aðeins að litlu leiti nothæft sem berandi samsetning.
Magn: 310ml
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |