Plastviðgerðarefni glært 50ml 120sek

- Vörunúmer: LM6162

5.995 kr


Plastviðgerðarefni LiquiMate 7700

LIQUImate 7700 mini er tveggja þátta polyuretan uppbyggingar lím með mjög háan sveigustuðul sem þornar hratt við stofuhita. Það er notað við plast viðgerðir í bifreiðum og í framleiðslu ökutækja.

Eiginleikar:

  • Auðvelt í vinnslu
  • Þornar fljótt
  • Hár styrkur
  • Nánast engin efnisrýrnun vegna smárra blönduskammta
  • Má mála
  • Samhæft við Liquimate 7700 mini rapid plastics adhesive, vörunr. 6126

Notkunarsvið: Hentar mjög vel til viðgerða og límingar á öllum hefðbundnum plastihlutum í bifreiðum og í framleiðslu ökutækja ásamt frístundavinnu og á heimili og garði (hitafast- hitadeigt plast)

Leiðbeiningar:

  1. Hreinsið hluti sem á að vinna vandlega með vatni og þurrkið.
  2. Ef skemmdin er vegna sprungu skal bora 4-5 mm göt í hvern enda hennar
  3. Ef um er að ræða málaðan hlut skal fjarlægja málningu og grunn á báðum hliðum og u.þ.b. 3 mm frá skemmda fletinum. Ómálaða fleti sem á að vinna við skal slípa með sandpappír (80-120 korna).
  4. Til að fá fullnægjandi límefni á viðgerðaflötinn ef í honum eru sprungur skal skera v-laga rauf í hana utanfrá með með hnífi.
  5. Úðið á allt skemmda svæðið á báðum hliðum með Liqui Moly Cleaner 7700 og þerrið með lófríum klút.
  6. Eftir u.þ.b. 10 mínútna þornun má úða báðar hliðar með bindiefninu Liquiprime 7700.
  7. Eftir aðrar 10 mínútur í þurrki má gera við eða líma fletina með Liquimate 7700 mini. Bakhlið flatarins er límd fyrst og síðan framhliðin. Við stórar skemmdir fæst Liquimate 7700 mini adhesive sett, vörunr. 6159, með vefnaði til styrktar.
  8. Eftir u.þ.b. 15-30 mínútur, má vinna viðgerða eða límda íhlutinn frekar t.d. slípa, bora eða snitta.

Athugið: Óharðnaðar leifar af LM 7700 mini er auðvelt að fjarlægja með Liquiprime7700. Harðar leifar er hins vegar aðeins hægt að fjarlægja með verkfærum.

Nota skal hanska til verndar við meðhöndlun efnisins.

Nánari tækniupplýsingar er að finna í vörulýsingar skjali undir skrár hér að neðan.

Magn: 50ml

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss

Tengdar vörur



Stilling hf.