Griplím úði

- Vörunúmer: LM6192

3.995 kr


Griplím

Liqui Moly úðalím fyrir bíla er byggt á stýren-bútadíen gúmmíi. Þetta er úðalím fyrir boddíhluta og er notað sem snerti- eða þrýstilím.

Það hefur mjög mikinn límstyrk við snertingu. Límið er mikið notað í bíla- og hjólhýsaframleiðslu.

Eiginleikar:

  • mikill límstyrkur við snertingu
  • stillanlegur úðaspíss
  • hagkvæmt í notkun
  • inniheldur ekki klóruð eða flúorklóruð vetniskolefni

Notagildi: Liqui Moly úðalím er notað við límingu á mörgum gerðum áklæðis og klæðninga, kvoðu, gúmmíi, leðri og gervileðri, filti og pappa. Í öllum tilvikum má líma saman lík eða ólík efni. Einnig má líma framangreind efni við málma - bert yfirborð, málað eða rafhúðað. Liqui Moly úðalím er einnig notað til að líma pólyetýlen filmu (slettuvörn) í bílhurðir.

Notkun: Til að tryggja hámarksviðloðun eiga límfletir að vera lausir við óhreinindi, olíu og feiti. Við mælum því með hreinsun með Liqui Moly hreinsi og þynni, Vörunr. 6130. Úðunarmynstri má breyta með því að snúa úðahaus, allt eftir stærð límflatar. Úða skal á fletina úr 20-25 cm fjarlægð. Bíða skal í 10 mínútur eftir úðun, áður en fletir eru lagðir saman, til þess að gefa leysiefni tíma til uppgufunar.

Athugið: Límleifar má fjarlægja með málningarþynni eða asetoni. Eftir notkun skal snúa úðabrúsa á hvolf og úða þar til eingöngu drifefni kemur út um spíssinn.

Magn 400ml

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager) Nei
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss Nei
Stilling hf.