Thule Basin Wedge er topptjald sem getur einnig verið umbreytt í stílhreint og plássmikið ferðabox. Tjaldefnið er fast við topptjaldið með rennilás og umbreytingin yfir í ferðabox er því mjög auðveld.
Topptjaldið er með sjálfvirka uppsetningu og er því tilbúið til notkunar á innan við mínútu. Harðskeljaefnið í tjaldinu gerir það hentugt í allskonar erfiðar veðuraðstæður. Tjaldið er með svefnpláss fyrir tvo. Stigi og þægileg dýna fylgja með tjaldinu.
Mikilvægt er að skoða þyngdartakmörk á bæði bogum, fótum og á bílþaki áður en ásetning fer fram.
Hröð uppsetning - tjaldið er tilbúið á innan við mínútu.
Tjaldið er þríhyrningslaga sem gerir það að stöðugasta topptjaldi með hröðustu uppsetningu sem Thule hefur framleitt hingað til.
Vel einangrað þakefni heldur góðu hitastigi í tjaldinu og minnkar utanaðkomandi hávaða.
Thule framleiðir einungis framúrskarandi, gæðaprófaðar vörur og við ábyrgjumst gallalausa framleiðslu.
Skoða nánar